Hjálpartæki býður viðskiptavinum upp á reikningsviðskipti þar sem öll vörukaup eru færð í reikning og er hvert úttektartímabil almanaksmánuðurinn. Uppsöfnuð viðskiptaskuld er með gjalddaga 1. dag næsta mánaðar og eindagi er 15. þess sama mánaðar.
Greiðsluskilmálar
Öll vörukaup eru færð í reikning og er hvert úttektartímabil almanaksmánuðurinn.
Uppsöfnuð viðskiptaskuld er með gjalddaga 1. dag næsta mánaðar og eindagi er 15. þess sama mánaðar. Þegar eindaga greiðsluseðils ber upp á helgi eða frídag er mikilvægt að greiða reikning síðasta virka dag fyrir eindaga.
Greiðsluseðlar, greiðslugjald
Reikningar eru sendir út í upphafi hvers mánaðar og krafa stofnast í heimabanka, ekki er sendur greiðsluseðill.
Þeir viðskiptavinir sem óska eftir að fá senda greiðsluseðla í pósti samþykkja að greiða sérstakt greiðslugjald.
Vaxtakjör og innheimtukostnaður
Sé reikningur ekki greiddur á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.
Falli skuld í eindaga eru send út innheimtuviðvörun og innheimtubréf og er kostnaður vegna þessarar innheimtu skuldfærður á viðskiptareikning. Vísað er til laga nr. 95/2008 og reglugerðar varðandi innheimtugjöld.
Sé innheimtuviðvörun og innheimtubréfi ekki sinnt þá er krafan send í lögfræðiinnheimtu.
Rafrænir reikningar og tölvupóstur
Viðskiptavinir geta óskað eftir því að fá senda rafræna reikninga og/eða reikninga í tölvupósti, daglega.
Umsókn um reikningsviðskipti
Þeir sem eru í forsvari fyrirtækja, stofnanna, félaga o.s.frv. svo sem rekstrarstjórar, fjármalastjórar eða aðrir prókúruhafar fyrirtækis eða stofnanna, geta sótt um reikningsviðskipti hjá Hjálpartækjum
Til að sækja um reikningsviðskipti þarf að skrá sig inn með kennitölu fyrirtækis á vefsíðu Hjálpartækja og er þá hægt að byrja að panta.
Nánari upplýsingar
Vinsamlegast hafið samband við [email protected]